Vínsmökkun á vínbúgarði

Norðurhéruð Spánar hafa lengst af einokað vínmarkaðinn þar í landi og önnur héruð ekki komist á blað.  Rútuferð til Reguena vínhéraðsins færir okkur heim sanninn um að svo er ekki lengur.  Þar eru framleiddar allar tegundir vína.

Alltaf hafa flest okkar tengt Cava fyrst og fremst við Kataloníu.  Þó meirihluti spænskra freyðivína komi frá Katalóníu, þá eiga þó líka sína sögu víðar á Spáni.  Þau má finna á svæðum í Aragon, Castilla y León, Extremadura, La Rioja, í Baskalandi og Navarra.  Og að sjálfsögðu, í Valencia-héraði, einkum í Requena.

Requena

Rútuferðin þarna norður eftir tekur innan við 1 kl.st.  Við hefjum göngu í gamla miðaldakastalanum og þaðan er gengið um vínekrurnar að einum þekktasta vínkjallara Valencia héraðs.  Vínsmökkun á búgarðinum og svo er snæddur hádegisverður.

Að máltíð lokinni er haldið til baka með rútunni heim á hótel og síðdegið frjálst.
Viltu sjá meira?  Hér er ferðalýsingin öll fyrir Sælkeragöngu í Valencia