Portúgalskur matur og menning

Margir hefðu haldið að fátæka landið Portúgal, sem á ekkert alþjóðlegt “flaggskip”, (nema kannski Ronaldo, sem spilar ekki í heimalandinu) geti ekki keppt við Bandaríkin í einu eða neinu án þess að bíða lægri hlut (hér vísa ég í fyrri pistil). Þegar maður heimsækir Lissabon væri beinlínis syndsamlegt að fara ekki á veitingahús, sú gnótt góðra, þjóðlegra og alþjóðlegra staða sem þar.   Veitingahús borgarinnar, hvort heldur eru gömul eða ný, bera greinilegt portúgalskt yfirbragð.  Maturinn er í þeirra anda, hráefnið er allt frá deginum í dag. lf2.1 Þú færð fiskinn heilgrillaðan með beinum og öllu, ef vertinn er farinn að tapa sjón, annars beinhreinsar hann réttinn að þér ásjáandi áður en þú færð hann á borðið. Þar sem svo stuttur tími leið milli ferða minna á þessa tvo, gjörólíku staði, þá er mér ofarlega í sinni sá sláandi munur, sem á þeim er, Lissabon og Florída. Í næsta helgarpistli held ég áfram að bera saman þessar tvær upplifanir. lf2.2