Við hjónin fórum í könnunarferð um Valencia-hérað í janúar síðastliðnum. Það kom mér á óvart hve heimamenn eru ánægðir með Márísk áhrif í héraðinu, sérstaklega eftir öll árin mín með Portugölum, sem reyna að hatast við allt, er á Márana minnir. Litla þorpið Xativa státar af fjölmörgum veitingastöðum og verslunum og einu hóteli, svo ekki er nú mikill túrisminn þar.

Við ökum í tæpa klukkustund, áður en komið er í þorpið, sem hvílir undir háum og bröttum hnjúki. Á fyrri öldum var þorpsins gætt af firnastóru Máravirki. Við göngum á kastalahæðina, eða tökum smálest á toppinn. Þaðan er ægifagurt útsýni. Kaffistopp áður en allir ganga saman til smábæjar í suðri. Gangan tekur rúmlega eina og hálfa kl.st. og er ýmist undan brekku eða á jafnsléttu. Hádegisverður á fallegum stað með útsýni yfir sveitina. Viltu sjá meira?