Dásemdir Lissabon

Ég tók að mér fararstjórn í Lissabon eina langa helgi í lok apríl.  Fjórum dögum eftir heimkomu var ég svo floginn til Flórída í átta daga frí.  Mig langar að segja ykkur skoðun mína og upplifun á báðum stöðum í næstu helgarpistlum.

Lissabon – Breyting til batnaðar

Frá því ég kom þar fyrst 1988 hefur borgin líka tekið svo stórtækum breytingum til batnaðar að ég þekki engin önnur dæmi því lík. Lissabon Gömlu hrörlegu húsin sem voru ljóður á miðborginni fyrir 1990 hafa flest verið lagfærð að ytra útliti og þó enn standi nokkur í húsaröðinni, sem ekki hafa fengið andlitslyftingu 21. aldarinnar, þá er það bara skemmtilegur vitnisburður um söguna, veðursældina og tryggð Portúgala við sögu sína að sjá státlegan villigróður vaxa upp úr þakrennum og þakköntum. Athyglivert er einnig að sjá hvernig heimamenn hafa laðað fram það fegursta í þeim byggingum sínum, sem gerðar hafa verið upp. Lissabon Hús í barok stíl, sem hækkað hefur verið um tvær til þrjár hæðir heldur ennþá stíl sínum, þar sem nýju hæðirnar eru algerlega úr gleri, sem ekki stelur neinu frá aðalbyggingunni.

Markaðshús eða verslunarmiðstöðvar?

Gamla markaðshúsið, sem nú hefur verið gert upp og opnað aftur eftir tveggja ára endurbætur, státar í dag af listagalleríi og dásamlegum veitingastöðum í einni af þrem álmum. Á dögum nýrra verslanamiðstöðva, með lágvöru markmið á matvælunum, þá hefur markaðshúsið misst nokkuð af fyrra hlutverki sínu, en fengið annað nýtt í staðinn, engu síður mikilvægt. lf1.3 Það er þá auðvitað full ástæða til að fjalla aðeins um aðra þætti þess að vera ferðamaður á hvoru svæði fyrir sig. Það er öskrandi munur á því að fara á veitingastað á þessum tveim stöðum, Lissabon og Flórída.

%d bloggers like this: