5 stjörnu hótel í friðsælli götu

Á sama hátt og ég féll fyrir borginni á fyrsta degi, þá kolféll ég fyrir þessu hóteli strax og inn var komið. Ódýrari hótelin skorta að mínu mati hið viðkunnalega og traustvekjandi.

Götumyndin hefur “sjarma” síðustu aldar en innanhúss útlit skartar “elegans” nútíma hönnunar. Það stendur við kyrrláta götu og þaðan er örstutt í sérkennilegasta útivistarsvæði sem ég hef séð, Turia garðurinn á aðra hönd. Á hina höndina gömlu borgina, veitingahúsin, markaðstorgin og verslanirnar, allt í 5 – 10 mínútna göngufæri.

 

%d bloggers like this: