Nýlega sendum við út könnun á póstlista Fararsniðs. Útgangspunkturinn var: Hvers konar ferðalag og hvaða dægradvöl heillar þennan hóp? Nú liggja niðurstöðurnar fyrir. Þakkir til þeirra sem tóku þátt í könnuninni og sendu inn sitt álit. Margt áhugavert kom fram, en flest bendir þó til að við séum á réttri leið.
1) Finnst þér mikilvægt að ferðir séu uppbyggðar þannig:
Hér fyrir neðan eru niðurstöður sem sýna eindregna afstöðu og gaman að leyfa ykkur að skoða þær. Rúm 66% segja upplifunina mun mikilvægari en yfirferðina og allir sem svöruðu vildu fá að kynnast menningunni og mannlífinu á staðnum.
2) Hvað finnst þér forvitnilegt að gera í tímanum utan dagskrár dagsins ?
Hér má einnig sjá mjög afgerandi svörun. Rúm 50% setja aðgang að alþjóðlegri merkjavöru í síðasta sæti, finnst það ekki mikilvæg dægradvöl í frjálsum tíma. Svipað hlutfall svarenda finnst hins vegar mikilvægt að hafa lausan tíma utan dagskrár. Hvað er þá í fyrsta sæti? Það var áberandi áhugi fyrir matarhefð héraðsins, umfram alþjóðlegar veitingahúsakeðjur.
Sælkeraganga í Valencia á Spáni
Mér þykir ekki ólíklegt að góð svörun karla valdi því að takmarkaður áhugi virtist á Flamenco kvöldi og matargerð, en á sama tíma þykir mér gott að sjá hve margir þeirra tóku þátt. Í fyrra sendi ég hóp hjónafólks til Toskana og þar var stutt matreiðslunámskeið einn þátturinn. Þetta var mjög ferðavant fólk en hafði aldrei boðist þessháttar dagstund. Er skemmst frá því að segja að bæði karlar og konur töldu þetta toppinn á ferðinni. Aftur vil ég þakka þátttökuna og má ljóst vera að niðurstöðurnar hjálpa til við skipulag næst ferða Fararsniðs. Meira um það á næstunni