Tíminn fer ekki – hann kemur

„Eitt sinn fór ég yfir Rín“ er upphaf miðaldakvæðis og bendir til þess að höfundi hafi þótt í frásögur færandi að hann hafi farið yfir Rín.  Ég átti föðurbróður sem varð rúmlega 80 ára.  Hann  bjó alla sína æfi á fæðingarjörð sinni og fór einu sinni til Akureyrar.  Hann hafði frá mörgu að segja þegar hann kom til baka.  Titillinn á ekki við um framhaldið nema að því leyti að öllum þykir gaman að segja frá ferðurm sínum og afrekum.

“Action tourism”

Þetta eru stundum kallaðar virkniferðir og var um tíma mest vaxandi grein ferðaiðnaðarins.  Dæmi um virkniferðir eru:

  • Fjallgöngur eru dæmi um virkniferðir, sem fjöldi Íslendinga kýs, um bratta fjallastíga, með nesti á bakinu fyrir daginn.
  • Hjólaferðir einnig, um fáfarna sveitavegi, svitastokkin.  Koma þreytt í gististað og ná kröftum sínum aftur að nóttu.
  • Golfferðir eru það sannanlega, á fegurstu völlum sem völ er á.
  • Skútusiglingar, á fallegri skútu fram með klettaströndum og sandvíkum.

Allt eru þetta góð dæmi um virkniferðir, sem hæfa mínum aldursflokki, en gera þó kröfu um ákveðna færni og líkamlegt atgerfi.  Við viljum finna takmörk okkar, líkamleg og andleg, einmitt í fríinu, þegar áhyggjur af vinnustað og daglegum skyldum eru víðs fjarri um stund.

Virkniferðir við hæfi flestra

En hvað með þá sem ekki spila golf, eða stunda siglingar, sem ekki hafa áhuga á eða getu í erfiðar fjallgöngur?   Ég vil gjarnan sinna þeirra þörfum.  Mörgum okkar nægir að ganga okkur til heilsubótar, ná púlsinum upp.  Ganga léttklædd, þegar þannig viðrar, óhrædd við suðaustan slagveður upp úr hádeginu.  Feta fáfarinn skógarstíg og geta lyktað af fersku lárviðarlaufi, ekki bara úr plastpoka.

Okkur dugar hressandi ganga um þægilega göngustíga eða engi og við viljum líka vita af góðri máltíð í dagslok.  Að minnsta kosti ég!  Við á mínum aldri erum farin að þekkja okkar takmörk og þykir jafnvel rauðvín betra en Powerade.Spjall í Toskana

Margar virkniferðir eru náskyldar velferðum (slow travel) en gera bara meiri kröfur um færni eða líkamlegan styrk.  Í báðum tilfellum er um að ræða dýrari ferðir en venjulegan sólarlandapakka, sem byggður er á fullri leiguvél og íbúðagistingu.  Í virkniferðum og velferðum er gjarnan mikið innifalið og ferðast er í smærri hópum, sem gefur meiri og innilegri upplifun.

Ég hef reynt að fara bil beggja varðandi getu og kunnáttu, líkamsþol og leikfærni, þegar ég set saman ferðir Fararsniðs.  Virkniferðir Fararsniðs eru þannig fyrst og fremst velferðir.

“Við bókuðum bara allt á netinu”

Auðvitað geta allir sem vilja skipulagt sínar ferðir sjálfir.   Stillt þeim upp þannig að þær séu virkniferðir eða velferðir.  Það er samt einhvernveginn svo erfitt oft að koma sér af stað ef maður er einn á ferð, eða bara hjónin.  Sé öll fjölskyldan á ferð eru krakkarnir kannski bara ekki í rétta skapinu þessa stundina.   Þá er gott að það sé dagskrá í gangi sem gerir ráð fyrir að hópurinn sé virkur allur í einu.

Hópur kvenna bókaði til dæmis hjá mér Sælkergöngu við Gardavatn fyrir nokkrum árum.  Í hópnum voru allnokkrar starfandi við ferðageirann og voru því farnar af stað með skipulagið.  Þær voru búnar að bóka flugið en lásu svo ferðalýsingu af Sælkeragöngu og voru sammála, “Það er svona ferð sem okkur langar til að fara í”.  Þannig losnuðu þær við vandasamt og tímafrekt skipulag.  Í staðinn  gengu þær beint inn í tilbúna dagskrá.

Tíminn fer ekki – hann kemur

Margar frumstæðar þjóðir hafa þessa lífssýn.  Ég hef ekki trú á að það sé þessvegna sem þær eru frumstæðar – (að okkar mati).  Það gæti meira að segja verið að þær telji okkur frumstæð.  Félagslegum vandamálum okkar, velmegunarsjúkdómum og umhverfisvá verður ekki snúið við nema á tíma sem telja má í árhundruðum.

Sennilega gætu flestir samþykkt að okkur liggur ekki eins mikið á eins við höldum.